Filed under Heilsukökur

Hindberjaskyrs hrákaka

Hindberjaskyrs hrákaka

Ég bjó þessa köku til að gleðja og það tókst. Kakan kláraðist og margir urðu glaðir. Það sem er hvað skemmtilegast við það að koma með köku þegar engin á von á því er þakklætið og gleðin sem gjöfin veldur. Kakan er með gott ferskleika bragð og er hið mesta augnayndi.

Hollur biti á milli mála

Hollur biti á milli mála

Ég er mikið fyrir það að maula eitthvað sætt á milli mála eða á kvöldin eftir kvöldmatinn, sem er hinn mesti ósiður. Maður tútnar út á hinum verstu stöðum og allt í einu kemstu ekki í buxurnar. Hins vegar hef ég fundið staðgengil fyrir sætmetið. Þetta eru hráfæðis nammi kúlur.

Banana súkkulaði hrákaka

Banana súkkulaði hrákaka

Ég hef búið til nokkrar hrákökur í sumar og allar hafa þær verið meiriháttar góðar, fljótlegar og hollar. Þessa köku var ég að búa til í fyrsta skipti og hún er svakalega góð. Matvinnsluvél er nauðsynleg þegar verið er að búa til hrákökur.

Hveiti og sykurlaus súkkulaðiterta

Hveiti og sykurlaus súkkulaðiterta

Það er hægt að búa til mjög góðar tertur án þess að fylla þær af sykri og hvítu hveiti. Þessi terta er svo brjálæðislega holl og bragðgóð að þú átt erfitt með að trúa því að ekki sé sykur í henni eða hvítt hveiti. 

Heilsukaka Dagnýjar

Heilsukaka Dagnýjar

Þessa köku smakkaði ég fyrst hjá Dagnýju vinkonu í matarboði fyrir fjallageitur. Ég man hvað ég hlakkaði til að smakka kökuna og eftir fyrstu sneiðina var bara ekki hægt að hætta. Þú bara verður að fá þér aðra sneið og þá með miklum rjóma.